Skip to content

Svona getur þú séð öll viðskipti sem þú færð í gegnum Facebook og Instagram

Hvaða árangri eru auglýsingarnar þína að skila? 

Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki eru að nota Meta (Facebook og Instagram) til þess að markaðssetja vöru og þjónustu. En hver er árangurinn þeirra?
HAST Markaðssetning byrjar alltaf fundi við mögulega viðskiptavini á að spyrja: „Hvernig markaðssetjið þið og hvernig hefur það gengið?“ Við höfum séð að mörg fyrirtæki vita ekki hver árangur auglýsinga þeirra er.

Ef þú ert ekki að fylgjast með árangrinum eru allar líkur á

  • Að þú sóir tíma og peningum í árangurslausar auglýsingar.
  • Að þú missir af tækifærum til að auka sölu.
  • Að þú vitir ekki hvað virkar og getir ekki bætt auglýsingarnar þínar.

Meta Pixel - tólið sem þú þarft til að sjá árangur auglýsinga

Til þess að geta séð hvort að vefsíðugestir sem þú færð í gegnum Meta (Facebook, Instagram o.s.frv) eru að kaupa þjónustuna þína þarftu að setja upp Meta Pixel. Notkun á Meta Pixel felst í að setja kóða á vefsíðuna þína sem leyfir Meta að fylgjast með hvað fólk er að gera á vefsíðunni þinni.

Þú getur látið Meta Pixel segja þér þegar:

  • Þú færð vefsíðugesti
  • Skoðaðar eru tilteknar síður
  • Fyllt eru út ákveðin form
  • Smellt er á ákveðna takka
  • Þjónusta/vara er keypt

Meta Pixel bætir einnig Facebook algóriðmann, sem hjálpar þér að beina auglýsingum að rétta fólkinu.

Taktu skrefin hér fyrir neðan til að ná forskoti og forðast mistök. 

 

Taktu þessi skref til að sjá árangur auglýsinga þinna á Meta

 

Þú þarft:

- Aðgang að Facebook síðu fyrirtækis. 

- Þú (eða vefhönnuður) þarft aðgang að vefsíðutólinu þínu (tólinu sem þú notaðir fyrir vefsíðugerð).

 

Skref 1: Fara á Events Manager

1. Smelltu hér: Events Manager

EÐA

2. Farðu á Meta Business suite, , finndu „All Tools“ og smelltu á „Events Manager“ (Passaðu að þú sért skráður á fyrirtækjasíðuna þína og með ekki persónulegum prófíl).


 

Skref 2: Data Source

1. Smelltu á "Connect Data"


2. Smelltu á "Vefur"


3. Veldu nafn (má vera hvað sem er)

4. Finndu vefsíðutólið þitt á listanum

Ef þú:

  • Finnur ekki þitt vefsíðutól á þessum lista.
    • Farðu úr Events Manager.

    • Opnaðu vefsíðutólið sem þú notaðir til að búa til vefsíðuna þína.

    • Leitaðu að Meta Pixel-stillingum og sjáðu hvort þú getir sett upp Pixel frá vefsíðutólinu. 

      Ef þetta virkar ekki þarft þú eða vefhönnuður að setja Meta Pixel-kóðann í vefsíðukóðan með því að ýta á „Connect manually“ og fylgja leiðbeiningunum sem birtast.“

  • Ert ekki með aðgang að vefsíðutólinu þínu. 

    Þá þarftu að fá einhvern sem er með aðgang (t.d. vefhönnuð) til að gera þetta fyrir þig. 
    Ef þú ætlar að láta vefhönnuð gera þetta fyrir þig er einfaldlega best að:
    • Ýta á Connect manually

    • Velja „Meta Pixel only“

    • Smella á „Finish“

    • Smella á „Copy Code“ takkann.

    • Sendu kóðann á vefhönnuði. Segðu þeim að líma kóðann neðst í haushluta vefsíðukóðans, Rétt fyrir ofan </head>.

 

Skref 3: Tengja vefsíðu við Meta

Ef þú gast fundið vefsíðutólið þitt á listanum og ert með aðgang að því skaltu:

1. Smella á vefsíðutólið þitt og fylgja öllum leiðbeiningum sem upp koma (hér undir sérðu dæmi um Wix-leiðbeiningar).

 

Skref 4: Seinasta Skrefið

Þegar þú ert búin(n) að tengja Pixel við vefsíðuna þína skaltu:

1. Opna „Meta Pixel“ og smella á „Add Events“


2. Smelltu á „From the Pixel“


3. Smelltu á „Open event setup tool“


4. Settu inn URL á síðuna sem viðskiptavinir þínir nota til þess að kaupa þjónustu eða hafa samband
Dæmi: þínvefsíða.is/kaupa-þjónustu


5. Smelltu á „Track new Button“. Smelltu svo á takkann sem fólk notar þegar það er að kaupa þjónustu eða hafa samband. 


 

6. Veldu Event sem takkinn tengist. Ef viðskiptavinur er að panta og/eða borga fyrir þjónustuna þína skaltu velja „purchase“. Ef viðskiptavinur er einungis að hafa samband skaltu velja „lead“.



Untitled design (34)

7. Fylltu út hvað þessi aðgerð er virði fyrir fyrirtækið þitt (ef á við) og smelltu svo á „Staðfesta“

Untitled design (35)-1

Allt komið!

Núna ert þú búin að setja upp „Event“ sem lætur þig vita hvenær þú færð nýjan viðskiptavin frá Meta. Þú getur einnig sett upp alls konar fleiri „Event“. Það eina sem þú þarft að gera er að framkvæma aftur Skref 4 hér fyrir ofan. Þú getur valið að tengja takka eða URL við ákveðna aðgerð.

Dæmi:
Vefsíðugestur fyllir út form og smellir á „senda“ = Vefsíðugestur varð viðskiptatækifæri (e. lead)

Ef vefsíðugestur fer á [URL] til að skoða tilboð X= Vefsíðugestur sýndi áhuga á tilboði X (e. view content)

Þetta hjálpar algóriðmanum að vita hver hefur áhuga á þjónustunni ykkar. Þá lærir algóriðminn betur hvaða hópur hefur áhuga á ykkar vöru-/þjónustu ykkar.

 

Hvernig þú tengir Meta Pixel við auglýsingar

Ef að þú ert búin(n) að setja upp öll þín Event þarftu einungis að tengja Meta Pixel við herferðinar þínar (það er einfalt).

1. Farðu á Ads Manager  og smelltu á „Búa til“

Untitled design (36)

2. Veldu Sales (sölu) eða Lead (viðskiptatækifæri) herferð. 

Untitled design (37)

3. Farðu á „Ad set“ (sjá mynd) og veldu þitt „Dataset“. 

Untitled design (38)

4. Veldu „Conversion Event“ (Hvaða „Event“ er markmið herferðar?)

Untitled design (39)

  1. Haltu svo áfram að setja upp restina af herferðinni þinni.

Ertu með spurningu?

Fylltu út formið og láttu okkur vita ef þú þarft frekari aðstoð.